Lýsing

Mývatnssveit: Hofsstaðir - Hofsstaðaheiði - Sandvatn - Hólkotsgil - Hofsstaðir   1 - 2 skór

12. júlí, sunnudagur

Brottför kl. 8  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23

Lagt af stað frá Hofsstöðum kl. 9:30.

Fararstjórn: Egill Freysteinsson, Vagnbrekku í Mývatnssveit


Gengið frá Hofsstöðum upp í Hofsstaðaheiði með útsýni yfir Mývatn og Sandvatn og að vesturenda vatnsins, síðan niður með Hólkotsgili að Laxá. Eftir nestisstopp við Laxá er gengið upp með ánni uppi í miðjum hlíðum og fæst þá gott útsýni yfir Laxá og niður eftir efsta hluta Laxárdals. Fræðst verður um fyrri tíðar virkjunaráform og áhrif sem þeim hefði fylgt á svæðið. Komið við hjá „Áslaugu“ sem er volgra og geta einhverjir ef til vill fengið sér þar fótabað. Ferðin endar svo á Hofsstöðum og þar verður fræðst um sögu bæjarins og minjar sem þar hafa fundist. Gangan frá Hofsstöðum að Sandvatni er eftir bílslóð en síðan er mólendi og í hlíðinni upp með Laxá er lyngmói og e.t.v. leifar af kindagötum. Göngunni lýkur á Hofsstöðum milli klukkan 14 og 15.


Vegalengd: 10–12 km. Gönguhækkun: 150 m.


Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 1 skór

    Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.



    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt

    Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff